Vantar þig aðila til að sjá um mötuneytið þitt?
Við höfum mikla ástríðu á mat og þjónustu, fáðu okkur til að gera tilboð í að sjá um mötuneytið þitt. Við getum eldað fyrir ykkur á staðnum og séð um mötuneytið að öllu leiti.
Matseðill:
Matseðill samanstendur af Fiskrétt eða kjötrétt.
Vegan eða grænmetisrétt
Meðlæti, sterkjum & sósum
Salatbar alla daga
Súpa dagsins & brauð alla daga
Sætur biti 2 sinnum í mánuði.
Innifalið í þjónustu:
Þemadagur fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
(Þar sem við hugsum aðeins út fyrir boxið og komum með nýja og spennandi matreiðslu .)
Til dæmis, spænskir dagar, ítalskir dagar amerískir dagar, ákveðnir matseðlar og fleira til að skapa stemningu.
Yfir sumarið fækkum við svo þema dögunum og sláum í grillveislu í samvinnu við okkar viðskiptavini. Þar sem þau geta gert sér glaðan dag og mætt í útigrill veislu.
(Hér gæti t.d verið tilvalið að samtvinna með starfsmannafélagi til þess að fá alla til að hittast og borða saman)
Aðrir þema dagar geta innihaldið t.d Litlujól, Páskasteik & Thanksgiving.