Sælkeramatur var stofnað árið 2022. Af matreiðslu meisturunum Hinrik Erni, Viktor Erni og Sigurði Helgasyni. Við leggjum mikinn metnað í gæði & þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Ásamt því að vinna markvisst að því að veita góða upplifun. Við erum þjónustu drifið fyrirtæki, sem leggjum mikið upp úr því að vinna náið með okkar viðskiptavinum að þeirra óskum.
Viktor Örn er einn virtasti matreiðslumaður Íslands en hann hlaut titilinn kokkur ársins árið 2013, sigraði Norðurlandameistaramót matreiðslumanna árið 2014 og náði einum besta árangri íslensks matreiðslumanns þegar hann hlaut bronsverðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse D‘or árið 2017, auk þess sem hann var um árabil í kokkalandsliðinu. Honum finnst skemmtilegast að elda góða steik, ekki síst eitthvað á beini, en fyrir utan matreiðsluna hefur hann áhuga á ferðalögum, stangveiði og mótorkrossi. Allra best er þó að borða góða steik og drekka gott rauðvín með. Viktor er í sambúð og á eitt barn.
Þrátt fyrir ungan aldur er Hinrik Örn einn færasti matreiðslumaður landsins en hann sigraði keppnina Kokkanemi ársins 2017 og landaði silfri á norrænu nemakeppninni árið 2018. Hann var aðstoðarmaður Viktors Arnar á Bocuse D‘or keppninni árið 2017 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna. Hinrik var í landsliði matreiðslumeistara árið 2018 og árið 2018 sigraði hann Evrópukeppnina í matreiðslu. Hinrik er í sambúð, hann hefur áhuga á laxveiði og ferðalögum, og hefur unun að góðri steik með góðu rauðvíni.
Sigurður Helgason, betur þekktur sem Siggi Helga, er reynslumikill og skapandi matreiðslumaður sem hefur lengi verið áberandi í íslenskri matargerð. Hann hefur áratugareynslu af hágæðamatargerð, bæði á veitingastöðum og í einkarekstri. Sigurður hefur sérstakan áhuga á íslenskum hráefnum og er þekktur fyrir að nýta þau á frumlegan og bragðgóðan hátt, oft með nútímalegum snúningi á klassískum réttum. Hann hefur verið lykilmaður í eldhúsi og rekstri Sælkermatar þar sem hann leggur áherslu á gæði, einfaldleika og gleði í matargerð.